Tvö námskeið í sérhæfðri endurlífgun nýbura fóru fram á landspítala dagana 18. og 19. apríl. En endurlífgunarráð hefur nú unnið að því í tvö ár að verða sjálfbær í að halda slíkt námskeið og voru þetta síðustu námskeiðin í þeirri vegferð.
Það er að segja með því að þjálfa upp íslenska kennara og námskeiðsstjóra. En hingað til lands hafa s.l. tvö ár komið erlendir leiðbeinendur og námskeiðsstjórara á vegum ERC í þeim tilgangi að þjálfa íslenskan leiðbeinendahóp.
Eftir námskeiðin nú á bæði Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítali námskeiðsstjóra og leiðbeinendur til að geta keyrt slík námskeið.