Endurlifgunarráð

Endurlífgunarráð Íslands er fagráð sérfræðinga á sviði endurlífgunar sem skipað var af landlækni 2001.  Síðan 2013 hefur ráðið starfað sjálfstætt þar sem í stjórn situr fagfólk með viðtæka sérþekkingu á málefnum endurlífgunar. Meginmarkmið ráðsins er að auka upplýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Endurlífgunarráð Íslands er aðili að evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) og rétthafi fyrir öll námskeið ERC á Íslandi. 

Níu manna stjórn er kosin annað hvert ár nú síðast á aðalfundi Endurlífgunarráð Íslands 31.03.2023, en auk stjórnar geta allir sem áhuga hafa á endurlífgunarmálum orðið aðildafélagar ráðsins.

Verkefnastjóri Endurlífgunarráðs Íslands og námskeiðsstjóri á landsvísu er Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun.