Sérhæfð endurlífgun fullorðinna II - ALS

Markhópur: Heilbrigðisstarfsfólk sem þarf starfs síns vegna að taka stjórnina í sérhæfðri endurlífgun t.d. bráðalæknar, svæfingalæknar, hjartalæknar, sjúkrahúslæknar (unglæknar), hjúkrunarfræðingar á bráðadeildum, læknar í dreifbýli og bráðatæknar.

Markmið: Að starfsmennirnir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar.

Lengd: 18-20 klukkustundir.

Endurmenntun: Skírteini gildir í þrjú ár og er endurmenntun möguleg með tvennum hætti. Annars vegar að endurtaka heilt námskeið í sérhæfðri endurlífgun II eða sækja endurmenntunarnámskeið. Æskilegt er að hafa stutta upprifjun á vegum vinnustaðarins árlega (3 klukkustundir) þar sem megin áherslan er á verklegar æfingar og samhæfingu aðgerða.

Námsmat: Forpróf í tengslum við vefnám fyrir námskeið. Símat á námskeiði og verklegt próf í lok námskeiðs.

Annað: Hæfni í grunnendurlífgun er forsenda fyrir setu á námskeiðinu. Æskilegt er að þátttakendahópurinn á hverju námskeiði sé blandaður, t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar og bráðatæknar saman svo efla megi teymisvinnuna