Sérhæfð endurlífgun barna I - EPILS

Markhópur: Heilbrigðisstarfsfólk sem þarf starfs síns vegna að taka þátt í bráðameðferð og endurlífgun barna á meðan beðið er eftir sérhæfðu teymi t.d. unglæknar, hjúkrunarfræðingar á barna-, slysa- og gjörgæsludeildum og sjúkraflutningamenn.

Markmið: Að starfsmennirnir séu færir um að veita börnum bráðameðferð og sérhæfða endurlífgun þar til sérhæft endurlífgunarteymi kemur.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar

Lengd: 8 klukkustundir.

Endurmenntun: Skírteini gildir í þrjú ár og felst endurmenntunin í því að sitja annað hvort heilt námskeiðið á þriggja ára fresti eða sækja endurmenntunarnámskeið 3 klst. Æskilegt er að hafa stutta upprifjun á vegum vinnustaðarins árlega (2 klukkustundir) þar sem megin áherslan er á verklegar æfingar og samhæfingu aðgerða hjá endurlífgunarteymi.

Námsmat: Forpróf í tengslum við vefnám fyrir námskeið auk Símats á námskeiði.