Útgefið efni

Klínískar leiðbeiningar í endurlífgun voru gefnar út á vegum ERC 2021. Í þeim er að finna viðamiklar ábendingar varðandi endurlífgun fyrir heilbrigðisstarfsfólk í Evrópu og víðar. Leiðbeiningarnar eru byggðar á yfirgripsmiklum rannsóknum og vinnu sérfræðinga um heim allan. 

Flæðirit í grunnendurlífgun í samræmi við nýjar leiðbeiningar sem komu út 2021 um aðgerðir í endurlífgun hafa verið að hluta til þýdd yfir á íslensku. Flæðiritin eru bæði vistuð hér á vefnum og á vef ERC þar sem hægt er að opna þau og prenta þau út að kostnaðarlausu.

Flæðirit í sérhæfðri endurlífgun í samræmi við nýjar leiðbeiningar sem komu út 2021 um aðgerðir í endurlífgun hafa verið að hluta til þýdd yfir á íslensku. Flæðiritin eru bæði vistuð hér á vefnum og á vef ERC þar sem hægt er að opna þau og prenta þau út að kostnaðarlausu.

Meginskilaboð voru gefin út í tengslum við leiðbeiningar í endurlífgun sem komu út 2021.