Námskeið í sérhæfðri endurlífgun á Íslandi eru stöðluð samkvæmt leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins (ERC). Í maí 2008 var skrifað undir gagnhliða samning Endurlífgunarráðs Íslands og evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) varðandi námskeiðshald samkvæmt þeirra stöðlum, aðkomu fulltrúa Íslands í ERC auk annarra tengdra málefna endurlífgunar. Öll námskeiðin sem kennd eru hér á landi eru faglega á ábyrgð Endurlífgunarráðs Íslands. Leiðbeinendur á námskeiðum skulu vera með réttindi frá ERC og viðhalda réttindum sínum samkvæmt kröfum ERC og Endurlífgunarráðs Íslands.
Endurlífgunarráð Íslands, f.h. Landlæknisembættisins, Landspítala og Sjúkraflutningaskólinn / Sjúkrahúsið á Akureyri hafa gert samkomulag um fyrirkomulag með umsjón og skipulagningu námskeiða í sérhæfðri endurlífgun á vegum Endurlífgunarráðs Íslands. Námskeið í sérhæfðri endurlífgun á Íslandi eru stöðluð samkvæmt leiðbeiningum ERC. Samkvæmt samningi þessum geta Landspítali (endurlífgunarnefnd Landspítala) og Sjúkrahúsið á Akureyri (Sjúkraflutningaskólinn eða endurlífgunarráð Sjúkrahússins á Akureyri) skipulagt og haldið námskeið í sérhæfðri endurlífgun.
Sjá má frekari upplýsingar um gerðir námskeiða auka upplýsinga um næstu námskeið í veftrénu hér til hægri.
Endurlífgunaráð Íslands mælir með því að lágmarksþekking heilbrigðisstarfsmanna í endurlífgun verði með eftirfarandi hætti:
Umsjónaraðili námskeiða í sérhæfðri endurlífgun á LSH eru:
Sérhæfð endurlífgun fullorðinna er Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir
Sérhæfð endurklífgun barna Karitas Gunnarsdóttir
Umsjónaraðili námskeiða í sérhæfðri endurlífgun barna og fullorðinna hjá Sjúkraflutningaskóla og á Sjúkrahúsinu á Akureyri Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir